fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Mál Madeleine McCann – Lögreglan hefur rannsakað Christian B. árum saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 05:59

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hans Christian Wolters, saksóknari hjá þýsku lögreglunni, segir að þar á bæ hafi lögreglan rannsakað Christian B., sem lögreglan telur að hafi rænt Madeleine McCann og myrt, í fjögur ár.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Wolters hafi sagt að lögreglan hafi lengi verið að rannsaka hugsanleg tengsl Christian B. við málið og hafi vitað mikið um hann áður en hún sneri sér til almennings og bað um aðstoð.

Fyrir ári síðan tilkynntu Wolters og Scotland Yard að Christian B. væri grunaður í málinu og biðluðu til almennings um upplýsingar um ferðir hans og lífsstíl. Hann var ekki nefndur með nafni en fljótlega kom í ljós að um Christian B. væri að ræða en hann er 43 ára og hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir barnaníð og önnur ofbeldisverk.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Wolters sagði að á því ári sem liðið er hafi lögreglan aflað enn frekari gagna en sagðist ekki geta skýrt frá hver þau eru. Hann sagði að rannsókn málsins miði áfram en lögreglan hafi þó ekki enn nægilega sterk sönnunargögn til að geta ákært Christian B. Wolters hefur áður sagt að þýska lögreglan sé sannfærð um að Christian B. hafi myrt Madeleine.

Christian B. bjó í Portúgal 2007 þegar Madeleine, sem var þá þriggja ára, var numin á brott úr sumarleyfisíbúð fjölskyldu hennar í Algarve.

Vitað er að Christian B. var í Algarve þegar Madeleine var rænt, hann bjó á svæðinu og nóttina sem hún hvarf var farsími hans notaður nærri hótelinu þar sem McCann-fjölskyldan bjó. Daginn eftir umskráði hann einn af bílum sínum. Hann er sagður hafa játað fyrir vini sínum að hann hafi numið Madeleine á brott. Vinurinn skýrði Scotland Yard frá þessu eftir að hann var handtekinn í Grikklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga