fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Leynilegt app lögreglunnar varð mörg hundruð glæpamönnum að falli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 06:59

Frá aðgerð áströlsku lögreglunnar. Mynd:Ástralska alríkislögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samvinnu við bandarísku alríkislögregluna tókst áströlsku lögreglunni að komast inn í samskipti fjölda glæpagengja. Til þess var notast við dulkóðað app sem lögreglan bjó til. Á síðustu dögum hafa mörg hundruð glæpamenn um allan heim verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins en það er sagt eitt stærsta mál tengt skipulögðum glæpasamtökum sem lögreglan hefur tekist á við.

Ástralska lögreglan skýrði frá þessu í gærkvöldi. Evrópulögreglan Europol hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 08 að íslenskum tíma þar sem hún mun skýra frá aðgerð sem nefnd er „Operation Trojan Shield/OTF Greenligth“ en talið er að það sé aðgerðin sem ástralska lögreglan skýrði frá í gærkvöldi.

ABC News segir að um stærstu einstöku aðgerð lögreglunnar gegn skipulögðum glæpasamtökum sé að ræða í ástralskri sögu. Fram kemur að aðgerðin sé afrakstur þriggja ára samvinnu áströlsku alríkislögreglunnar og bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Aðgerðin gekk út á að meðlimir glæpagengja voru blekktir til að nota dulkóðað app, sem heitir Anom, en lögreglan gerði appið og hefur síðan getað fylgst með samskiptum glæpamanna um allan heim. Þeir hafa notað það til að skipuleggja morð, peningaþvætti og fíkniefnasmygl.

Ástralska lögreglan segist hafa getað fylgst með um 25 milljónum skilaboða í rauntíma síðan 2018. Þetta varð til þess að það tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti 21 morð, hald var lagt á 3 tonn af fíkniefnum, 104 vopn og reiðufé og eignir að verðmæti 45 milljóna dollara.

ABC News segir að ástralska lögreglan hafi látið til skara skríða á 300 stöðum í gær og á sama tíma lét lögreglan einnig til skara skríða í Bandaríkjunum og víða í Evrópu.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í morgun að aðgerðin hafi komið mjög illa við skipulögð glæpasamtök, ekki aðeins í Ástralíu heldur um allan heim.

Ástralska lögreglan segir að hugmyndin um að búa til dulkóðað app hafi fæðst þegar nokkrir ástralskir lögreglumenn sátu yfir bjór með starfsbræðrum sínum frá FBI. Það tókst að dreifa appinu með aðstoð ástralsks flóttamanns, sem heitir Hakan Ayik og býr í Tyrklandi. Lögregluna grunar að hann sé umsvifamikill í fíkniefnasmygli.

ABC News segir að lögreglan hafi að honum óafvitandi laumað afriti af appinu í síma hans. Hann byrjaði síðan að mæla með appinu við aðra glæpamenn og hafi sífellt fleiri tekið það í notkun. Appinu hefur nú verið lokað en rúmlega 11.000 manns um allan heim notuðu það að sögn áströlsku lögreglunnar.

Rannsókn málsins hefur verið svo umfangsmikil að ástralska lögreglan hefur á undanförnum vikum neyðst til að ýta öllum öðrum málum til hliðar, nema þeim sem snúa að barnaverndarmálum og hryðjuverkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til