fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sögurnar verða sífellt háværari – Hvar er hann?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 06:03

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

6. maí síðastliðinn, það er dagurinn sem síðast sást opinberlega til Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Nú eru fjölmiðlar farnir að velta fyrir sér hvar hann sé. Það er sérstaklega eitt atriði sem vekur mikla athygli.

NK News, sem sérhæfir sig í fréttum um Norður-Kóreu, segir að óvenjulegur atburður hafi átt sér stað nýlega í tengslum við þing Verkamannaflokks landsins. Að þinginu loknu er venjan að Kim Jong-un stilli sér upp til myndatöku ásamt þinggestum en NK News segir að nú hafi engar myndir verið teknar og sé það í fyrsta sinn sem það gerist.

The Korea Herald hefur einnig velt því upp hvar leiðtoginn sé en lítið hefur verið um lífsmark frá honum að undanförnu. Aðeins nokkur bréf sem hann er sagður hafa sent, þar á meðal til Raul Castro, sem lét nýlega af völdum sem forseti Kúbu. Blaðið hefur spurst fyrir hjá suðurkóreskum yfirvöldum um hvort þau hafi orðið vör við eitthvað óeðlilegt hjá grönnunum í norðri en fékk aðeins þau svör að staðan væri stöðugt metin.

CNN sagði frá því fyrr á árinu að Kim Jong-un hafi í byrjun árs útnefnt nýjan aðstoðarmann. Talið er að það sé annaðhvort Jo Yong Won eða Kim Tok Hun en þeir eru meðal valdamestu manna í einræðisstjórninni. Þetta hefur einnig ýtt undir vangaveltur um hvar leiðtoginn sé.

En það er rétt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann sést ekki langtímum saman, það gerist öðru hvoru.

Á síðasta ári sást ekki til hans um langa hríð og vakti það upp miklar vangaveltur. Þá vakti það sérstaka athygli að hann var ekki viðstaddur hátíðarhöld í tilefni af fæðingardegi afa hans, Kim Il Sung, sem stofnaði landið. Sá dagur er mikill merkisdagur í Norður-Kóreu og þjóðarleiðtoginn heimsækir þá yfirleitt grafstæði Kim Il Sung. En eins og svo oft áður kom Kim Jong-un heimsbyggðinni á óvart og birtist opinberlega eftir þrjár vikur þegar hann vígði nýja áburðarverksmiðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim