fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Xi Jinping vill koma fleiri fréttum um Kína í alþjóðlega fjölmiðla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. júní 2021 12:30

Xi Jinping, forseti Kína., og undirsátar hans virðast vera með óhreint mjöl í pokahorninu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar eiga að verða betri í að segja umheiminum sögu sína. Þetta sagði Xi Jinping, Kínaforseti, á þriðjudaginn en hann sagðist telja nauðsynlegt að Kínverjar komi sér upp rödd út á við sem endurspegli stöðu Kína á alþjóðavettvangi.

Ummælin lét Xi falla á fundi hjá kommúnistaflokknum. Hann sagði að nauðsynlegt sé að koma kínverskum fréttum og sjónarmiðum Kínverja meira í alþjóðlega fjölmiðla ef takast eigi að kynna rétta mynd af Kína fyrir umheiminum. Ríkisfréttastofan Xinhua skýrir frá þessu. Fréttastofan sagði að Xi hafi  einnig sagt að Kína verði að styrkja áróðursvél sína til að hjálpa útlendingum að skilja kommúnistaflokkinn og þær aðferðir sem hann beitir til að styrkja hamingju Kínverja.

Til að ná þessu markmiði þurfa Kínverjar að koma sér upp teymi atvinnumanna á fjölmiðlasviðinu. Einnig þurfi að taka „nákvæma samskiptatækni“ í notkun.

Á síðustu árum hafa Kínverjar í vaxandi mæli gagnrýnt alþjóðlega fjölmiðla fyrir umfjöllun þeirra um Kína. Meðal annars hafa erlendir blaðamenn verið sakaðir um að vera ósanngjarnir í umfjöllun sinni um Kína.

Kínversk stjórnvöld hafa einnig bannað útsendingar BBC World News á öllum sjónvarpsstöðum á meginlandinu en bannið var sett eftir umfjöllun BBC um meðferð Kínverja á Úígúrum í Xinjiang héraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga