fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bráðnun grænlenskra jökla veldur kvikasilfursmengun

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. júní 2021 07:30

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bráðnun grænlenskra jökla hefur í för með sér að það losnar um ótrúlega mikið magn af kvikasilfri sem rennur út í firði og ár. Vísindamenn fundu mikið magn af kvikasilfri á ströndum í suðvesturhluta landsins, þar sem vatn úr þremur jöklum rennur niður. Kvikasilfur getur safnast upp í svo miklu magni að það getur valdið eitrunaráhrifum í fæðukeðjunni.

Magn kvikasilfurs, sem fannst í þremur jökulám og þremur fjörðum var meðal þess mesta sem mælst hefur í sögunni. Vísindamenn segja að svo mikið magn finnist aðeins í menguðum ám í Kína en þar er um þriðjungur alls kvikasilfurs heimsins unnið.

Grænlenskir jöklar bráðna nokkuð hratt vegna hnattrænnar hlýnunar og ef verstu spár rætast getur það að mati vísindamanna orðið til þess að mikið magn af kvikasilfri losni og berist út í náttúruna. ScienceAlert skýrir frá þessu.

Kvikasilfur er náttúrulegt efni og nokkuð algengt en það losnar um það við eldgos, gróðurelda og við landeyðingu. Á síðustu 150 árum hefur mannkynið dælt miklu magni kvikasilfurs út í andrúmsloftið.

Þegar það losnar um kvikasilfur við bráðnun jökla rennur það niður til sjávar og berst í hverja lífveruna á fætur annarri og safnast fyrir í sífellt meira magni í fæðukeðjunni. Fólk og dýr á Norðurheimskautsslóðum verður því í meiri hættu á að innbyrða hættulega mikið magn af kvikasilfri úr mat og vatni. Það eykur hugsanlega á hættuna á þessu að kvikasilfur berst til norðurs með hafstraumum.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að lítið magn kvikasilfurs hefur runnið frá bráðnandi jöklum en magnið, sem fannst á Grænlandi, er mun meira en vísindamenn hafa fundið í öðrum jökulám.

Rob Spencer, sem vann að rannsókninni, sagði að ekki hafi verið búist við að svo mikið magn kvikasilfurs myndi finnast í jökulvatninu. Hann sagði að vísindamennirnir hafi sett fram þá kenningu að þetta kvikasilfur komi úr jarðveginum undir jöklinum, það sé ekki afleiðing mengunar, en jarðvegurinn inniheldur mikið magn kvikasilfurs.

Ef þessi kenning er rétt þá er Grænland hugsanlega vanmetin uppspretta náttúrulegrar kviksilfurslosunar.

Rannsóknin hefur verið birt í Nature Geoscience.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn