fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skilaði hljómplötu með Bob Dylan 48 árum of seint

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 16:30

The Self Portrait með Bob Dylan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skilaði Howard Simon hljómplötunni „The Self Portrait“ með Bob Dylan á Cleveland Heights bókasafnið í Ohio í Bandaríkjunum en þar fékk hann plötuna lánaða fyrir 48 árum. Simon sagði að platan væri „ein síst elskaða plata Dylan“ í bréfi sem hann sendi með plötunni.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Simon hafi skrifað að þar sem hann sé nýfarinn á eftirlaun hafi hann nú tíma til að skoða eitt og annað sem varð út undan vegna vinnunnar og fjölskyldunnar. Hann hafi fundið plötuna sem hann fékk lánaða vorið 1973 þegar hann var 14 ára. Hann sagði að honum teljist til að hann hafi farið 17.480 daga fram yfir lánstímann. „Svo þetta er ansi seint og mér þykir þetta miður,“ skrifaði hann.

Platan var gefin út 1970 af Colombia Records og inniheldur meðal annars lögin „All The Tired Horses“ og „Let It Be Me“ og „Like A Rolling Stone“.

Simon sagðist telja að hann skuldaði 1.748 dollara í sekt ef sektin væri 10 cent á dag en sagði jafnframt að kostnaðurinn við að kaupa nýja plötu væri aðeins 1% af þeirri upphæð. Hann sendi bókasafninu ávísun upp á 175 dollara „fyrir æskubrekin“. Hann sendi safninu einnig eintak af „Western Reserve“ og sagði það vera góðan hlut í hljómplötusafn bókasafnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“