Þrír verjendur, hið minnsta, hafa sagt að þeir muni byggja málsvörnin á því að Trump hafi miðlað samsæriskenningum og röngum upplýsinga til þeirra. Þeir vonast til að það muni forða skjólstæðingunum frá ákæru að þeir voru svo auðtrúa og trúðu orðum Trump.
Verjendurnir telja að þeir sem dreifa röngum upplýsingum og samsæriskenningum beri jafn mikla ábyrgð á árásinni og þeir sem tóku þátt í henni. „Ég hljóma eins og fábjáni núna en ég trúði honum algjörlega,“ sagði Anthony Antonio, einn hinna ákærðu, í samtali við AP. Hann sagði að honum hafi leiðst í heimsfaraldrinum og hafi horft mikið á fréttir á íhaldssömum og hægrisinnuðum sjónvarpsstöðvum og á samfélagsmiðlum. „Þeir stóðu sig vel í að sannfæra fólk,“ sagði hann einnig.
Alls hafa um 400 manns verið ákærðir fyrir þátttöku í árásinni.