fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Falsaði erfðaskrá milljónamærings og svelti hann til bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 06:59

Lynda Rickard. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lynda Rickard, 62 ára, var nýlega dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að hafa svelt James Sootheran sem var kallaður Anthony, til bana þegar hann var 59 ára. Hún falsaði einnig erfðaskrár til að tryggja sér eigur hans og móður hans.

Sky News segir að saksóknarar telji að þetta sé í fyrsta sinn í rúmlega 100 ár sem einhver er sakfelldur fyrir að hafa svelt einhvern til bana. Eiginmaður Lynda, Wayne Rickard, 66 ára, var dæmdur í 10 og hálfs árs fangelsi en hann var sýknaður af ákæru um morð en sakfelldur fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir dauða viðkvæms fullorðins einstaklings.

Sootheran lést á heimili sínu í Oxfordshire í mars 2014. Hann átti rúmlega 60 ekrur lands þegar hann lést. Hann vóg tæplega 57 kíló þegar hann lést en hann var rúmlega 180 sm á hæð.

James Anthony Sootheran.

 

 

 

 

 

 

Lynda hafði starfað við umönnun móður Sootheran fram til 2012 þegar hún lést 92 ára að aldri. Hún neitaði að hafa orðið Sootheran að bana og sagði að dauði hans skýrðist af hvernig hann kaus að lifa lífinu. Hún játaði að hafa stolið tugum þúsunda punda frá Sootheran en peningana notaði hún meðal annars til að greiða fyrir skólagöngu barna sinna. Hún játaði einnig að hafa falsað erfðaskrá hans og móður hans til að tryggja sér helming eigna móður hans og þriðjung eigna hans.

Lynda var dæmd í ævilangt fangelsi og verður að sitja bak við lás og slá í 28 ár hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði