fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Enginn vissi hver hann var – Nú er lögreglan búin að leysa 24 ára gamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 06:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudegi einum í september 1997 fóru Tore Ljunggren og mágur hans til sveppatínslu í skóginum við Elnes í Nittedal, skammt norðan við Osló. Dagurinn mun aldrei renna þeim úr minni því það voru ekki sveppir sem voru í aðalhlutverki þennan dag.

Ástæðan er að í skóginum fundu þeir svolítið sem líktist jarðneskum leifum. TV2 skýrir frá þessu. Nærri þessum leifum fundu þeir buxur með belti á. Mág Tore, sem er læknir, grunaði strax að hér væri um líkamsleifar manneskju að ræða og hafði samband við lögregluna.

Allt frá þessum degi var það ráðgáta hver hinn látni var. Umfangsmikil rannsókn lögreglunnar á árunum 1997 og 1998 varð ekki til að málið leystist. Síðasta haust fóru þáttagerðarmenn Åsted Norge að skoða málið og köfuðu ofan í ýmsa þætti þess sem þeir töldu að lögreglunni hefði yfirsést á sínum tíma.

Meðal þess sem þeir skoðuðu vel var fatnaður sem fannst ári síðar og var talinn tengjast hinum látna. Sérfræðingar frá Kripos, sem rannsakar alvarlega sakamál á landsvísu, fengu einnig áhuga á málinu og með nýrri DNA-tækni tókst að fá niðurstöðu sem var hægt að tengja við skrá yfir horfna Norðmenn.

Í ljós kom að hinn látni var karlmaður sem hafði lent í miklum persónulegum vandamálum og hafði misst sambandið við fjölskyldu sína. Af ótilgreindum ástæðum tilkynnti fjölskylda mannsins ekki um hvarf hans fyrr en 2018.

Síðast sást til hans 1993 eða 1994. Lögreglan telur að hann hafi verið á fertugsaldri þegar hann lést.

„Hans var saknað allan þennan tíma þrátt fyrir að við tilkynntum ekki um hvarf hans fyrr en 2018,“ sagði náinn ættingi hins látna í samtali við Åsted Norge.

Ekki er hægt að skera úr um dánarorsökina út frá þeim líkamsleifum sem fundust 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?