Danir gáfu íbúum í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi nýlega tæplega 60.000 skammta af bóluefni AstraZeneca.
Bóluefni AstraZeneca er ekki notað við almennar bólusetningar gegn COVID-19 í Danmörku en fólki stendur til boða að láta bólusetja sig með efninu af fúsum og frjálsum vilja. Það sama á við um bóluefnið frá Johnson & Johnson. Ástæðan fyrir þessu er að dönsk heilbrigðisyfirvöld telja ekki réttlætanlegt að nota þessi tvö bóluefni vegna hættunnar á blóðtöppum af þeirra völdum og segja að ávinningur af notkun þeirra sé ekki nægilega mikill til að réttlæta notkun þeirra þar sem Danir hafi góða stjórn á faraldrinum.
Flemming Møller Mortensen, ráðherra þróunarmála, sagði í gær að samningurinn við Kenía geri landinu kleift að bólusetja enn fleiri gegn COVID-19. Löndin hafa lengi átt í nánu samstarfi og nú þurfi Kenía á bóluefnum að halda.