fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Segir að Bandaríkin verði að deila upplýsingum um uppruna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 17:30

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dale Fisher, sem starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, segir að bandarísk stjórnvöld verði að deila þeim upplýsingum, sem þau hafa um uppruna kórónuveirunnar, með WHO og vísindasamfélaginu.

Nýlega skýrði Wall Street Journal frá því að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi upplýsingar um að þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember 2019 með sjúkdómseinkenni sem líkjast einkennum COVID-19. Umrædd rannsóknarstofa hefur oft verið nefnd í tengslum við uppruna veirunnar en þar er unnið að tilraunum og rannsóknum á kórónuveirum.

Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana hafa sagt að þeir viti ekki hvaðan veiran er upprunnin en að annað hvort hafi hún borist úr dýrum í menn eða þá að hún hafi fyrir slysni sloppið út af rannsóknarstofu. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Fisher hafi látið þessi ummæli falla í viðtali við BBC Radio 4 um helgina. Hann sagði jafnframt að kenningunni um að veiran ætti uppruna sinn í rannsóknarstofu hafi ekki verið ýtt út af borðinu en væri „óstaðfest“.

Sérfræðingahópur á vegum WHO komst fyrr á árinu að þeirri niðurstöðu að mjög ólíklegt sé að heimsfaraldurinn hafi byrjað eftir slys á rannsóknarstofu. En í ferð rannsóknarhópsins til Kína fékk hann aðeins að rannsaka það sem sneri að dýrum sem gætu hafa komið faraldrinum af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“