The Guardian segir að þeir hafi meðal annars étið heilan maísakur upp til agna og jafnað hlöðu við jörðu og tæmt vatnstank.
Upptökur sýna fílana á ferð í bæjum og á meðan geta íbúarnir bara staðið aðgerðalausir hjá og fylgst með þeim.
Talið er að fílarnir hafi eyðilagt 56 hektara af ökrum og er tjónið metið á sem nemur um 200 milljónum íslenskra króna.
Síðast þegar fréttist var hópurinn á leið til stórborgarinnar Kunming en þar búa um 6,6 milljónir manna. Enginn hefur enn sem komið er slasast af völdum fílanna.