fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

95% þátttaka í bólusetningum í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 07:00

Eins og svo oft fór Trump með rangt mál. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mjög góð þátttaka sé í bólusetningum gegn COVID-19 í Danmörku. Hún var 94,9% í fyrstu níu hópunum sem stóð bólusetning til boða.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá danska heilbrigðisráðuneytinu. Bólusetningar hófust fyrir um fimm mánuðum nú er búið að bjóða flestum 50 ára og eldri upp á bólusetningu. Nú er byrjað að bólusetja yngri hópa, allt niður í 16 ára.

Í fréttatilkynningunni er haft eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að kannanir hafi sýnt að Danir séu mjög fúsir til að láta bólusetja sig og að það gleðji hann að sjá að það séu ekki bara orðin tóm.

Búið er að bjóða níu hópum upp á bólusetningu og hafa 94,9% þeirra sem stóð bólusetning til boða þegið boðið.

Nú hafa rúmlega 2,2 milljónir Dana fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni eða 37,7% af íbúafjöldanum. Tæplega 1,3 milljónir hafa lokið bólusetningu eða 22,1% af íbúafjöldanum.

Fram kemur að líklega muni hlutfall þeirra sem láta bólusetja sig lækka aðeins nú þegar röðin kemur að yngri aldurshópunum en kannanir sýna að eftir því sem fólk er eldra, þeim mun líklegra er það til að láta bólusetja sig. Um 80% Dana á aldrinum 18 til 39 ára segist ætla að láta bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum
Fannst eftir 41 ár