Independent segir að flugmenn vélarinnar hafi neyðst til að snúa við eftir um hálfrar klukkustunda flug því leðurblaka hafði komið sér fyrir í viðskiptafarrýminu.
Þegar fólk tók eftir leðurblökunni var flugstjóranum tilkynnt um þennan laumufarþega og eftir að hann hafði ráðfært sig við stjórnendur á jörðu niðri var ákveðið að snúa við og lenda aftur í Nýju Delí. Þar fóru dýralæknar um borð og fönguðu leðurblökuna og aflífuðu hana.
Farþegarnir urðu að skipta um flugvél en komust til New York en þó fjórum klukkustundum of seint miðað við upphaflega áætlun.