Hún reyndi að ná sambandi við manneskjuna sem væri í bekknum en fékk engin viðbrögð. Hún opnaði því dyrnar með því að nota mynt til að þvinga lásinn upp. Í ljósabekknum lá fimmtug kona sem var látin. Hún hafði komið í sólbaðsstofuna klukkan 14.30 en sjálfsafgreiðsla er á stofunni.
Sólbaðsstofunni var lokað samstundis og lögreglan hóf rannsókn á málinu. Austria Press Agency hefur eftir talsmanni saksóknaraembættisins í Eisenstadt að konan hafi verið krufin og það liggi fyrir að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem látið fólk finnst í ljósabekkjum. Fyrir sjö árum fannst karlmaður látinn í ljósabekk í sólbaðsstofu í Þrándheimi í Noregi. Ekkert saknæmt átti sér stað í tengslum við andlát hans. Fyrir átta árum fannst Jenna Vickers, 26 ára, látin í sólbaðsstofu í Bolton á Englandi. Hún ætlaði að ganga í hjónaband nokkrum dögum síðar. Krufning leiddi í ljós að hún lést af völdum hjartaáfalls.