fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sífellt fleiri Svíar aðhyllast samsæriskenningar QAnon

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 22:30

15% Bandaríkjamanna trúa samsæriskenningum QAnon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur farið töluvert fyrir QAnon samsæriskenningunum í Bandaríkjunum sem og fylgismönnum þeirra. Þeir hafa haft í hótunum við stjórnmálamenn og margir þeirra tóku þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Margir þeirra hafa verið handteknir grunaðir um mannrán, morð og að hafa hvatt til ofbeldis. En kenningin hefur teygt sig út fyrir Bandaríkin og hefur nú náð góðri fótfestu í Svíþjóð.

Það er kannski erfitt að fullyrða að QAnon séu skipulögð samtök, frekar er um samsæriskenningar að ræða sem fólk flykkist síðan á bak við. Um er að ræða samsæriskenningar sem falla vel að kenningum og hugsunum öfgahægrimanna.

Dagens Nyheter (DN) hafa á síðustu mánuðum fylgst með fjölda sænskra samsæriskenningasmiða, þar á meðal eru margir sem eru áberandi í tengslum við hefðbundnar lækningar og spíritisma. Þetta fólk er iðið við að dreifa boðskap QAnon á samfélagsmiðlum. Meðal annars staðhæfingum um að „kórónuveiran sé gerð af mönnum“ og að alþjóðlegt net fólks, sem telst til elítunnar, stundi barnaníð og aðhyllist djöfladýrkun. Ekki er heldur dregið úr því að bjargvættur heimsins sé enginn annar en Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti.

DN segir að þeir Svíar sem dreifa þessum samsæriskenningum, áhrifavaldar samsæriskenninga, eigi það sameiginlegt að fylgjendum þeirra hafi fjölgað mikið síðan heimsfaraldurinn skall á. Sem dæmi er sænskur jógakennari nefndur til sögunnar. Hann hefur ítrekað endurtekið ósannaðar fullyrðingar á YouTuberás sinni um að kórónuveiran hafi verið búin til af mönnum og að enska konungsfjölskyldan sé í raun skriðdýr en sú kenning hefur lengi verið á lofti hjá sumum sæmsæriskenningasmiðum. Á síðustu tólf mánuðum hefur áhorf á myndbönd jógakennarans, sem er kona, fimmfaldast og horfa nú um 20.000 manns á myndbönd hennar í viku hverri.

Önnur sænsk kona, lífstílsráðgjafi, heldur einnig úti YouTuberás. Hún hefur meðal annars birt myndbönd þar sem hún heldur því fram að 5G farsímakerfið hafi valdið því að heimsfaraldurinn braust út. Nú horfa um 40.000 manns á myndbönd hennar í viku hverri en voru um tvö til þrjú þúsund áður en faraldurinn braust út.

Einnig eru dæmi um að opinberir starfsmenn hafi breitt út áróður QAnon í gegnum vinnu sína.  Svenska Dagbladet (SvD) hefur eftir Morris Jernewall að kona, sem sá um hans mál hjá atvinnuleysisskrifstofunni í Gävle, hafi gefið í skyn að hún aðhylltist kenningar QAnon. „Ég spurði hana hvort hún tryði á heimsmynd QAnon og hún svaraði já,“ hefur SvD eftir Jernewall sem sagði að samtöl þeirra hafi síðan snúist sífellt meira um andleg málefni og samsæriskenningar en eiginlega atvinnuleit.

Óvissa um upprunan

Enginn veit hver stendur á bak við QAnon og kom samsæriskenningunum af stað. Þær komu fram á sjónarsviðið 2016 þegar Donald Trump og Hillary Clinton börðust um forsetaembættið. Þá byrjuðu margar lygasögur að ganga um meðlimir hinnar valdamiklu elítu í Washington D.C. starfræktu barnaníðsstað undir ákveðnum pitsastað í borginni. Þessi kenning fékk síðar viðurnefnið „Pizzagate“.

Í kjölfarið byrjaði nafnlaus aðili, sem kallaði sig bara Q að birta samsæriskenningar á hinu umdeilda og stjórnlausa spjallsvæði 4chan. Þeir sem styðja samsæriskenningar QAnon telja að Q hafi verið háttsettur embættismaður í stjórn Trup. Samsæriskenningarnar hafa síðan teygt sig yfir á önnur spjallsvæði, þar á meðal 8chan.

Áhyggjur

Sænsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af að QAnon hafi náð fótfestu í landinu. Öryggislögreglan Säpo telur að samsæriskenningar og fylgispekt við þær geti verið stökkbretti yfir í öfgahyggju, sérstaklega í ljósi boðskapar um að eitthvað „stórt“ eigi að gerast á ákveðnum dögum og að ryðja þurfi elítunni úr vegi.

„Ef hugmyndir af þessu tagi ná fótfestu getur það verið fólki hvatning til að gera eitthvað. Þá getur það þróast í þá átt að það ógni öryggi okkar allra,“ hefur DN eftir AhnZa Hagström, aðalgreinanda hjá Säpo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú