fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Joe Biden gagnrýnir þingið í Texas – Demókratar sneru á Repúblikana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 07:23

Trump með fána Texas. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segir að frumvarp, sem liggur fyrir þinginu í Texas, sé ólýðræðislegt. Frumvarpið gengur út á að takmarka möguleika fólks á að kjósa í forsetakosningum og innanríkiskosningum.

Samkvæmt frumvarpinu verða möguleikar fólks til að greiða atkvæði utankjörstaðar þrengdir sem og möguleikar fólks til að afhenda atkvæðaseðla sína á kjörstöðum þar sem það ekur upp að lúgu, svona svipað og á skyndibitastöðum. Einnig verður opnunartími kjörstaða styttur á sjálfan kjördaginn.

Frumvarpið var sent til beggja deilda þings Texas á laugardaginn en Repúblikanar eru í meirihluta í báðum deildum. Greg Abbott, ríkisstjóri, hefur gefið í skyn að hann muni greiða atkvæði með frumvarpinu.

Stuðningsmenn frumvarpsins segja að það muni gera kosningar í framtíðinni mun öruggari en gagnrýnendur segja að því sé ætlað að gera svörtu fólki og fólki frá Suður-Ameríku erfiðara fyrir við að kjósa en þetta eru þjóðfélagshópar sem eru almennt líklegri til að styðja Demókrata en  Repúblikana.

Joe Biden sagði um helgina að frumvarpið væri „ólýðræðislegt“. „Þetta er hluti af árásum sem lýðræðið hefur sætt allt of oft á þessu ári. Oft er árásunum beint að svörtum Bandaríkjamönnum. Þetta er rangt og óamerískt. Á 21. öldinni eigum við að gera fólki auðveldara fyrir að kjósa en ekki erfiðara,“ segir í yfirlýsingu frá Biden.

Frumvarpið var tekið til afgreiðslu á þinginu í Texas í gær en Demókratar komu í veg fyrir að það kæmist í gegn en samþykkja þurfti það fyrir miðnætti þar sem um síðasta dag þingsins var að ræða að sinni. Þingmenn Demókrata yfirgáfu allir sem einn þinghúsið seint í gærkvöldi og eftir sátu þingmenn Repúblikana sem gátu ekki greitt atkvæði um frumvarpið því ekki voru nægilega margir þingmenn viðstaddir til að atkvæðagreiðsla gæti talist gild en 100 þingmenn verða að vera til staðar til að atkvæðagreiðsla geti farið fram.

Repúblikanar í Texas vilja með frumvarpinu feta í fótspor Flórída, Georgíu og annarra ríkja, þar sem þeir fara með völd, og taka undir staðlausar fullyrðingar Donald Trump, fyrrum forseta, um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember. Í nokkrum ríkjum hafa lög nú þegar verið samþykkt sem þrengja að möguleikum minnihlutahópa til að greiða atkvæði í kosningum og dylst fáum að markmiðið er að halda kjósendum Demókrata frá kjörstöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn