Dagbladet skýrir frá þessu. Þetta hélt áfram og eyjaskeggjar héldu áfram að sjá undarlega hluti á borð við drauga, trúða og nornir. Hvort það hafi átt sinn þátt í að íbúum eyjunnar hefur fækkað niður í um 100 í dag er önnur saga.
Nornir voru það sem fólk sá oftast og sjást þær jafnvel enn í dag. Þær voru bæði góðar og illar. Þær slæmu voru sagðar reyna að sökkva bátum og leggja álög á fólk. CNN segir að þær hafi einnig breytt körlum í asna (það er að segja dýrið asna!)
Þar sem svo margir íbúar skýrðu frá upplifunum á borð við þessar þá var þetta farið að hljóma næstum því trúlegt. En seint og um síðir fannst skýringin á þessu. Hún er eitrun. Talið er að íbúarnir hafi andað að sér sveppagróum, sem kallast mjölsveppir, sem vaxa á korni á ökrum á eyjunni. Í þessum gróum eru sömu efni og eru í ofskynjunarlyfinu LSD. Eyjaskeggjar hafa því einfaldlega verið undir áhrifum ofskynjunarefna.