61 árs Pólverji, sem á bæinn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum og lýst eftir honum á alþjóðavettvangi. Hann hefur nú verið handtekinn og framseldur til Danmerkur þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Jydske Vestkysten skýrir frá þessu.
Alls eru 14 karlar, á aldrinum 32 til 70 ára, í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa framleitt tæplega 249 milljónir sígarettna, hið minnsta, frá því í mars 2020 fram til 2. mars 2021.
Það var með samvinnu lögreglunnar á Jótlandi, Evrópulögreglunnar Europol, skattyfirvalda og tollyfirvalda sem verksmiðjan fannst.
Jydske Vestkysten segir að danska ríkið hafi orðið af 453 milljónum danskra króna, sem jafngildir um 9 milljörðum íslenskra, króna vegna framleiðslunnar.