fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Talíbanar lofa stjórnarerindrekum og mannúðarsamtökum öryggi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. maí 2021 18:00

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar tilkynningar ástralska stjórnvalda um síðustu helgi um að þau ætli að loka sendiráði landsins í Afganistan hafa Talíbanar, sem eru skilgreindir sem hryðjuverkasamtök, heitið stjórnarerindrekum og mannúðarsamtökum, öryggi í Afganistan.

Ástralar tilkynntu um lokun sendiráðsins og sögðu ástæðuna vera skort á öryggi í landinu. Margir sérfræðingar hafa einnig bent á að mannúðarsamtök muni neyðast til að hætta störfum í þessu stríðshrjáða landi þegar erlendar hersveitir hafa verið fluttar á brott í haust. Þá má að þeirra mati búast við enn meira ofbeldi, átökum og sprengjuárásum.

AFP hefur eftir Mahammad Naeem, talsmanni Talíbana, að hreyfingin fullvissi alla erlenda stjórnarerindreka og allt starfsfólk mannúðarsamtaka um að þeim stafi engin hætta af Talíbönum. „Við munum tryggja þeim öruggt starfsumhverfi,“ sagði hann.

Talíbanar ráða lögum og lofum eða eru áhrifamiklir í um helmingi landsins. Þeir hyggjast velta lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins sem nýtur stuðnings alþjóðasamfélagsins. Auk Talíbana lætur Íslamska ríkið einnig mikið að sér kveða í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti