fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Pressan

Segir að kaþólskur prestur hafi myrt unglingspilt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 18:00

Danny Croteau.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fengu lögreglumenn í Hampden í Massachusetts í Bandaríkjunum gefna út handtökuskipun á hendur kaþólska prestinum Richard R. Lavigne en hann er grunaður um að hafa myrt 13 ára pilt fyrir tæpri hálfri öld.  Ekki varð þó af því að Lavigne væri handtekinn því hann lést á sjúkrahúsi á föstudagskvöldið.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að saksóknari hafi skýrt frá því að Lavigne hafi verið veikur um langa hríð.

Saksóknari segist fullviss um að Lavigne hafi myrt Daniel Croteau, 13 ára, þann 14. apríl 1972. Hann fannst látinn í Connecticut River í Chicopee í Massachusetts. Hann var í fötunum sem hann hafði klæðst í kaþólska skólanum, sem hann sótti, daginn áður.

Daniel og bræður hans voru altarisdrengir hjá Lavigne í Saint Catherine of Sienna í Springfield. Lavigne fór margoft með bræðurna í ferðalög og hafði boðið þeim að gista heima hjá foreldrum sínum í Chicopee nokkrum sinnum.

Richard Lavigne.

Lavigne var rekinn úr starfi hjá kaþólsku kirkjunni 2004 en margar kvartanir höfðu borist um ósæmilega hegðun hans, þar á meðal kynferðisbrot.

Lögreglan yfirheyrði Lavigne í apríl og maí á þessu ári en hann játaði ekki að hafa myrt Daniel. Hann reyndi að villa um fyrir lögreglunni að sögn saksóknara sem sagðist þess fullviss að Lavigne hafi myrt Daniel í apríl 1972. Foreldrar hans eru látnir en bróðir hans, Joe Croteau, þakkaði lögreglunni fyrir að hafa leyst málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat
Pressan
Í gær

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg mistök bankastarfsmanns – Millifærði 80 billjónir dollara

Ótrúleg mistök bankastarfsmanns – Millifærði 80 billjónir dollara
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“