fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hvaða hlutverki gegndi hann í Wuhan? Var í rannsóknarhópi WHO en starfaði einnig á rannsóknarstofunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 06:59

Kjötmarkaðurinn í Wuhan í Kína er talinn hafa verið uppspretta kórónuveirufaraldursins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski dýrafræðingurinn og formaður samtakanna EcoHealth Alliance, Peter Daszak, var í rannsóknarhópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem hélt til Wuhan í Kína í byrjun árs til að reyna að grafast fyrir um uppruna kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Á þriðjudaginn kom fram að hann virðist hafa verið beggja megin borðsins ef svo má segja því hann var í rannsóknarhópnum og hafði áður starfað á rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á kórónuveirum fara fram.

Talið er að kórónuveiran hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið í Wuhan og hefur þeirri kenningu verið varpað fram að hún hafi sloppið út frá rannsóknarstofunni sem Daszak starfaði á við rannsóknir á kórónuveirum. Samkvæmt gögnum sem miðillinn Us Right To Know hefur undir höndum þá hefur Daszak verið duglegur við að reyna að beina athygli umheimsins frá þeim rannsóknum sem fóru fram á rannsóknarstofunni mánuðina áður en faraldurinn braust út. Meðal annars fékk hann aðra vísindamenn til að skrifa undir lesandabréf þar sem þeir segja að útilokað sé að veiran hafi átt upptök sín á rannsóknarstofunni.

Umrætt lesandabréf var birt í hinu viðurkennda vísindariti The Lancet þann 19. febrúar 2020. Þar sögðu 27 vísindamenn, frá mörgum löndum, að útilokað væri að veiran hefði átt upptök sín í rannsóknarstofu, hún væri komin úr náttúrinni. Á þeim tímapunkti hafði engin rannsókn farið fram á upptökum veirunnar. Það var Peter Daszak sem stóð á bak við þetta bréf og samdi það. Hann sendi það síðan til fjölda rannsóknarstofnana og hvatti vísindamenn til að skrifa undir það og lét það líta þannig út að ekki var að sjá að það kæmi í raun og veru frá EchoHealth Alliance samtökum hans.

Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um hlutverk Daszak á rannsóknarstofunni í Wuhan en þar vann hann að tilraunum með að erfðabreyta kórónuveirum árið 2019 og að smita frumur úr fólki með slíkum veirum.

Hann fór síðan með rannsóknarhópi WHO til Wuhan í janúar á þessu ári en hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að „mjög ólíklegt væri að veiran hafi átt upptök sín í rannsóknarstofunni“.

Rétt er að hafa í huga að enn er ekki vitað með vissu hvar veiran átti upptök en að undanförnu hafa þær raddir orðið háværari sem krefjast ítarlegrar rannsóknar á uppruna hennar og hvort það geti verið að hún hafi sloppið út frá rannsóknarstofunni í Wuhan. Kenning WHO er að veiran hafi líklega borist úr leðurblökum í dýr og þaðan í fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?