Samkvæmt frétt Sænska ríkisútvarpsins var sænska forvarnarráðinu falið að taka saman upplýsingar um morð með skotvopnum í landinu. Samantektin sýnir að árið 2000 var Svíþjóð neðst á listanum yfir þau 22 ríki sem voru höfð til samanburðar. 2018 voru þeir hins vegar á toppnum.
Frá 2013 hefur morðum, þar sem skotvopn eru notuð, farið sífellt fjölgandi í Svíþjóð. Átta af hverjum tíu morðum, sem tengjast undirheimunum, voru framin með skotvopnum. Skipulögð glæpagengi tengjast oft þessum morðum.