fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

WHO stefnir að því að búið verði að bólusetja 10% jarðarbúa í september

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 10:15

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO stefnir að því að búið verði að bólusetja tíu prósent jarðarbúa í september. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á fundi aðildarríkja stofnunarinnar í gær.

Í flestum þróuðum ríkjum hefur þetta markmið nú náðst og vel það en í fátæku ríkjunum er staðan allt önnur. Til dæmis gengur erfiðlega að koma bólusetningum af stað af einhverjum krafti í Afríku. Samkvæmt tölum frá Our World In Data þá er búið að bólusetja 27,6 milljónir Afríkubúa en það eru um 1,58% af íbúum álfunnar. Í Asíu er hlutfallið um 5% en í ríkjum Evrópusambandsins er það 35%.

Ghebreyesus hvatti til alþjóðlegrar samvinnu til að tryggja að hægt verði að bólusetja fólk í öllum ríkjum heims, ekki bara í ríku löndunum. Hann sagði einnig að í árslok eigi helst að vera búið að bólusetja 30% íbúa allra ríkja heims gegn kórónuveirunni.

WHO hefur margoft hvatt ríku löndin til að senda bóluefni til fátækra ríkja í staðinn fyrir að bólusetja ungt fólk. WHO hefur hrundið hinu svokallað COVAX-samstarfi af stað en því er ætlað að tryggja að fátæku ríkin fái einnig bóluefni. Í gær tilkynntu Danir að þeir ætli að gefa þrjár milljónir skammta til verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga