fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Sjö hengingarólar vekja óhug – Framkvæmdir við vöruhús Amazon stöðvaðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 07:00

Hengingaról. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar við byggingu vöruhúss netrisans Amazon í Connecticut. Ástæðan er að sjö hengingarólar fundust á framkvæmdasvæðinu. Fyrsta ólin fannst 27. apríl og síðan fundust fleiri. Í síðustu viku ákvað Amazon að stöðva framkvæmdir tímabundið. Lögreglan í Windsor er að rannsaka málið ásamt alríkislögreglunni FBI.

CNN hefur eftir talsmanni Amazon að framkvæmdir hefjist aftur þegar búið verður að bæta öryggismál á byggingasvæðinu. Fyrirtækið hefur heitið 100.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta leitt til þess að sá eða þeir sem bera ábyrgð á verknaðinum finnist.  

Fyrsta ólin fannst 27. apríl en hún hékk úr stálbita á svæði þar sem mörg hundruð starfsmenn margra fyrirtækja fara um daglega. Í kjölfarið var haldinn fundur með starfsmönnum  um öryggismál og kynþáttamál en hengingarólar hafa lengi verið merki kynþáttahatara í Bandaríkjunum. 29. apríl fundust fimm ólar til viðbótar á byggingasvæðinu og 19. maí fannst enn ein. Engin skilaboð voru við ólarnar og enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér.

Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði Carlos Best, sem starfar sem verkstjóri á byggingasvæðinu og er svartur, að hann hafi upplifað svipuð mál, tengd kynþáttahatri, á byggingasvæðinu áður. Hann sagði að fólk hafi verið með fána Suðurríkjanna á höfuðfötum sínum og á bílum sínum. Hann sagðist einnig hafa heyrt ummæli, sem flokkast sem kynþáttahatur, og hafi þau ekki aðeins beinst gegn svörtu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann