fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Sérþjálfaðir hundar geta fundið COVID-19 í 94% tilfella

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 19:14

Hundur í þjálfun til að finna COVID-19 sýkt fólk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar, sem hafa verið þjálfaðir til að finna lyktina sem fylgir COVID-19, geta fundið smitað fólk í 95% tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Það voru vísindamenn hjá London School of Hygiene & Tropical Medicine og Durham University sem gerðu rannsóknina í samstarfi við góðgerðasamtökin Medical Detection Dogs. 3.500 lyktarsýni, sem almenningur og heilbrigðisstarfsfólk hafði gefið, voru notuð við rannsóknina.

Hundarnir fundu þau sýni, sem voru frá fólki sem var með COVID-19, í 94,3% tilfella. Lítil hætta var á að þeir gerðu mistök.

Sex hundar tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem hvorki þeir né vísindamennirnir vissu hvaða lyktarsýni voru frá smituðu fólki. Hundarnir reyndust geta greint þau sýni rétt sem voru úr fólki sem var einkennalaust og fólki með einkenni sjúkdómsins. Þetta átti bæði við um sýni sem innihéldu mikið af veirunni og þau sem innihéldu lítið af henni.

Sky News segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að hægt sé að nota hunda á flugvöllum og í höfnum til að leita að smituðu fólki. Tveir hundar geti afgreitt 300 manns á hálfri klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut