fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Nýr samningur Bandaríkjanna og Noregs getur aukið spennuna á Norðurslóðum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 08:00

Bandarískir hermenn á æfingu. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr samningur á milli Bandaríkjanna og Noregs um hernaðarsamstarf getur aukið spennuna á Norðurslóðum enn frekar og er hún þó næg fyrir að margra mati. Samkvæmt samningnum fá Bandaríkin sérstaklega góða fótfestu í Noregi því bandarískir hermenn mega koma til Noregs með sinn eiginn útbúnað og nota herstöðvar þar í landi. Norðmenn eiga ekki rétt á að fá að vita hvað útbúnað þeir taka með hverju sinni.

Bandarískir hermenn fá ótakmarkaðan aðgang að Noregi og geta því komið og farið eins og þeim hentar. Bandaríkin fá einnig lögsögu yfir hermönnum sínum hvað varðar afbrot, einnig ef þau eru framin utan herstöðva og í frítíma hermannanna. Aftenposten skýrir frá þessu. Þetta þýðir nánast að Bandaríkjaher geti starfað í Noregi eins og hann væri í Bandaríkjunum sjálfum. En það fylgir þessu auðvitað stórt „EF“. Það er að Bandaríkjamenn verða að virða það að þeir eru á norskri grund og þeir verða að fara eftir norskum lögum. Þeir mega því ekki flytja kjarnorkuvopn til Noregs, jarðsprengjur né klasasprengjur. Norsk yfirvöld verða einnig að samþykkja það sem Bandaríkjamenn hyggjast taka sér fyrir hendur í landinu.

Ávinningur Norðmanna af þessu er að þeir telja samningin mikilvægan fyrir „Noreg, norskt öryggi og norska hagsmuni“. Hann snýst í raun og veru um vernd sem Norðmenn telja sig hafa þörf fyrir nú þegar spennan á milli Vesturlanda og Rússlands er mikil og vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa. Með því að hafa bandaríska hermenn í Noregi verður fyrr hægt að koma Norðmönnum til aðstoðar ef til átaka kemur og einnig verður „minna freistandi“ að áreita Norðmenn.

Á hinn bóginn getur samningurinn aukið spennuna á Norðurslóðum og ýtt undir stigmögnun hennar að mati sumra sérfræðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga