fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Kínverjar ætla að tryggja fleiri barneignir með nýjum reglum og gylliboðum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 13:30

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að kínversk stjórnvöld innleiddu umhugsunartíma fyrir þau hjón sem vilja skilja hefur hjónaskilnuðum fækkað um 72%. Samkvæmt nýju reglunum verða hjón að bíða í að minnsta kosti einn mánuð eftir að þau sækja um skilnað þar til hann er samþykktur.

Samkvæmt frétt CNN þá voru um 296.000 skilnaðir skráðir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tíma á síðasta ári voru þeir ein milljón. Yfirvöld segja að nýju reglurnar stuðli að jafnvægi og reglu í samfélaginu.

En einnig hefur verið gripið til aðgerða sem miða að því að fjölga barneignum. Til dæmis á að gera konum auðveldara fyrir að vera heima eftir barneignir í stað þess að fara út á vinnumarkaðinn. Einnig munu pör fá fjárhagslegan ávinning af því að gifta sig.

Þetta hefur leitt til gagnrýni á kommúnistastjórnina sem er sökuð um að halda fólki föstu í óhamingjusömum hjónaböndum, jafnvel hjónaböndum þar sem ofbeldi er beitt, með því að gera fólki erfitt fyrir með að skilja.

Á síðustu árum hefur skilnuðum fjölgað eftir því sem konur hafa öðlast meira frelsi. Kvennasamtök í Peking segja að það séu konur sem krefjast skilnaðar í 70% tilfella.

Kínverjar eru um 1,4 milljarðar en færri fæðingar og hækkandi aldur eru vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Samkvæmt síðasta manntali eru 264 milljónir landsmanna eldri en 60 ára, þetta eru 18,7% mannfjöldans. Færri eru á þeim aldri að þeir henti vinnumarkaðinum. Sérfræðingar segja að þetta muni halda aftur af hagvexti á næstu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjuleg fóbía jafnréttisráðherra veldur usla í Svíþjóð

Óvenjuleg fóbía jafnréttisráðherra veldur usla í Svíþjóð