Nýlega brotnaði risastór ísjaki, sem er nú stærsti ísjaki heims, frá Ronne íshellunni á Suðurskautslandinu og er nú á reki í Weddellhafi. Hann hefur fengið heitið A-76. Hann er 4.320 ferkílómetrar að stærð. Hann er 175 km á lengd og 25 km á breidd.
Ísjakinn er næstum því fjórum sinnum stærri en New York og er nokkuð stærri en Mallorca.
A-76 uppgötvaðist á gervihnattarmyndum og er nú fylgst vel með hvert hann rekur.