fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ótrúlegur munur á verðmati húss – Verðið hækkaði um 12 milljónir þegar hún leyndi uppruna sínum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 20:00

Carlette Duffy og húsið hennar. Mynd:Skjáskot/CBS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er eitthvað sem vekur umræður og miklar tilfinningar í Bandaríkjunum þá eru það mál tengd kynþáttum og kynþáttamismunun. Þrátt fyrir að þessi málefni hafi verið mikið í kastljósinu síðasta árið eru þetta mál sem valda einna mestum klofningi meðal þjóðarinnar.

Með Black Lives Matter hreyfingunni hefur tekist að beina sjónum fólks að vanda tengdum kynþáttamisrétti. En eins og eftirfarandi saga ber með sér fer því víðs fjarri að málin séu úr sögunni.

Nýlega sendi Carlette Duffy, sem er svört, kvörtun til Fair Housing Centre of Central Indiana vegna mismununar sem hún telur sig hafa verið beitta.

Hún hugðist selja húsið sitt og fékk fasteignasala til að verðmeta húsið en var ekki sátt við verðmatið. Hún ákvað því að gera tilraun og er óhætt að segja að niðurstöður hennar séu sláandi.

Duffy fjarlægði allt, sem tengist kynþætti hennar, úr húsinu og fékk hvítan vin sinn til að þykjast vera húseigandinn þegar nýtt verðmat fór fram. Þetta varð til þess að húsið var metið mun dýrara en munurinn á milli þessara tveggja verðmata var 100.000 dollarar en það svarar til um 12,2 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum