Radio Free Asia skýrir frá þessu. Embættismenn eru sagðir óttaslegnir vegna þessa og kalla þeir hana að sögn „Djöflakonuna“ sín á milli.
Þegar Kim Jong-un sást ekki vikum saman á síðasta ári fór orðrómur á kreik um að hann væri látinn. Var Kim Yo-Jong þá nefnd til sögunnar sem hugsanlegur arftaki hans. Kim Jong-Un tók að sögn fréttum af þessu illa og þá sérstaklega að suður-kóreskir embættismenn sögðu systir hans vera númer tvö í valdaröðinni. Þetta varð hugsanlega til þess að fyrr á árinu var henni vikið úr stjórnmálanefnd Verkamannaflokksins en það er valdamesta stofnun flokksins.
En hún er samt sem áður ein valdamesta manneskja landsins og hefur síðasta hálfa árið látið taka fjölda háttsettra embættismanna af lífi að sögn Radio Free Asia. Í desember er hún sögð hafa látið taka tíu manns af lífi. Það sem af er ári hefur hún að sögn látið taka fjölda fólks, sem stóð bróður hennar nærri, af lífi.