fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Saksóknarar hefja sakamálarannsókn á fyrirtækjum Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 10:30

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum nú að rannsaka hugsanleg afbrot Trumpsamsteypunnar.“ Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu Letita James, saksóknara í New YorkCNN segir að saksóknarinn vinni nú með saksóknara á Manhattan að rannsókn á málum tengdum Donald Trump og fjölskyldu hans. Segir CNN að þetta sýni alvarleika málsins.

Saksóknaraembættin hafa síðasta árið verið með sitthvora rannsóknina í gangi en nú taka þau höndum saman. Þetta getur endað með að Donald Trump verði stefnt fyrir rétt í einkamáli þar sem bótakröfur verða lagðar fram og að hann verði dreginn fyrir dóm í hreinu sakamáli.

Málið snýst um hvort fyrirtækjasamsteypa Trump hafi veitt lánveitendum og tryggingafélögum rangar upplýsingar um verðmæti fasteigna og annarra eigna og hvort samsteypan hafi greitt það sem henni ber að greiða í skatt.

CNN segir að saksóknarar séu nú að fara í gegnum „milljónir skjala“, þar á meðal skattaskýrslur Trump. Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, sagði fyrir tveimur árum þingnefnd að Trump hefði óhreint mjöl í pokahorninu hvað varðar eitt og annað tengt rekstri fyrirtækjasamsteypunnar. Hann sagði að í ársreikningum hafi verðmæti eigna verið rangfært til að hægt væri að fá hagstæð lán og tryggingar en einnig hafi verðmæti eigna verið vantalið í ársreikningum til að komast hjá greiðslu fasteignaskatta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið