Sky News segir að ríkisstjórnin telji að markmið hennar um að bjóða öllum fullorðnum að minnsta kosti einn skammt af bóluefni fyrir júlílok muni nást.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, sagði að ný gögn sýni hversu mikla vernd bóluefnin veiti og að þau bjargi mannslífum. Hann sagði að bóluefnið frá Pfizer/BioNTech veiti 97% vörn gegn andláti og því sé mikilvægt að fólk láti sprauta sig með seinni skammtinum af bóluefnum til að fá eins mikla vernd og hægt er.
Frá upphafi faraldursins hafa tæplega 128.000 látist af völdum COVID-19 í Bretlandi og tæplega 4,5 milljónir smita hafa greinst.