fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Herða fóstureyðingalöggjöfina í Texas – Fóstureyðingar bannaðar eftir sjöttu viku meðgöngu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 19:30

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, staðfesti á miðvikudaginn lög sem banna fóstureyðingar eftir sjöttu viku meðgöngu. „Þessi lög tryggja að sérhverju ófæddu barni, sem er með hjarta sem slær, verður bjargað,“ sagði.

Lögin hafa verið gagnrýnd fyrir að eftir sex vikna meðgöngu vita margar konur ekki að þær eru barnshafandi. Einnig hefur verið harðlega gagnrýnt að engar undaþágur eru á banninu og skiptir þá engu þótt nauðgun eða sifjaspell hafi komið við sögu.

Lögin opna einnig fyrir þann möguleika að almennir borgarar geta höfðað mál á hendur læknum sem annast fóstureyðingar eða á hendur sérhverjum þeim sem aðstoðar konu við að fá fóstureyðingu.

„Þessi lög eru þau öfgafyllstu í landinu og skapa hættulegt fordæmi,“ segir Alexis McGill Johnson, formaður Planned Parenthood Action Fund. „Aðgengi að fóstureyðingum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið,“ segir hún einnig.

Með samþykkt laganna bættist Texas í hóp ríkja, þar sem Repúblikanar fara með völd, þar sem reglur um fóstureyðingar eru hertar og miðað við þann tíma þar sem hægt er að heyra hjartslátt fósturs. Það gerist yfirleitt eftir um sex vikna meðgöngu en þá vita margar konur ekki að þær séu barnshafandi.

Álíka lög, sem hafa verið samþykkt í öðrum ríkjum, hafa verið úrskurðuð ólögmæt af dómstólum því þau ganga gegn úrskurði hæstaréttar frá 1973 í „Roe vs. Wade“ málinu en með úrskurði sínum þá ákvað hæstiréttur að fóstureyðingar væru löglegar í öllu landinu.

Til dæmis hafa dómstólar úrskurðað lög í Mississippi, sem banna fóstureyðingar eftir 15 vikna meðgöngu, ólögleg. Hæstiréttur hefur nú ákveðið að taka það mál fyrir en á tveimur lægri dómstigum hafa lögin verið úrskurðuð ógild. Þetta er fyrsta málið, sem snýst um fóstureyðingar, sem hæstiréttur tekur fyrir eftir að Donald Trump útnefndi nýja íhaldssama dómara í réttinn. Málið verður tekið fyrir í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti