fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

53 ára gamalt mannshvarf vekur mikla athygli í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 07:00

Mary Bastholm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Mary Bastholm var 15 ára árið 1968 hvarf hún sporlaust og eftir það spurðist ekkert til hennar.  Það síðasta sem er vitað um ferðir hennar er að hún yfirgaf Clean Plate Café í Gloucester, þar sem hún starfaði, að vinnu lokinni og ætlaði að taka strætó heim. Hún var í bláum jakka.

Lögreglan hefur lengi unnið út frá þeirri kenningu að Mary hafi verið eitt af mörgum fórnarlömbum raðmorðingjans Fred West. Nú hafa nýjar vendingar í málinu vakið vonir um að lögreglunni takist að leysa það. Sky News og BBC skýra frá þessu.

Nýlega fékk lögreglan ábendingu frá þáttagerðamönnum, sem vinna að gerð heimildarmyndar, um að hugsanlega hafi lík Mary verið grafið undir kaffihúsinu. Þessu til stuðnings segja þeir að myndir sýni blátt efni sem sé grafið í kjallaranum. Það er talið geta verið úr jakka Mary.

Lögreglan hóf strax vettvangsrannsókn og hefur nú ákveðið að hefja uppgröft í kjallara hússins í þeirri vona að finna líkamsleifar Mary og er reiknað með að sú vinna taki nokkrar vikur.

Í byrjun tíunda áratugarins komst upp um Fred West og ódæðisverk hans. Hann er talinn hafa myrt að minnsta kosti 12 konur. Við mörg morðanna naut hann aðstoðar eiginkonu sinnar, Rosemary West. Þau fengu bæði útrás fyrir afbrigðilegar kynhvatir sínar með þessu en þau nauðguðu konunum, pyntuðu og skáru útlimi af þeim.

Að minnsta kosti átta lík fundust grafin undir heimili hjónanna í Cromwell Street. Húsið fékk viðurnefnið „House of Horrors“ (Hryllingshúsið) í kjölfarið. Það stóð skammt frá Clean Plate Café þar sem Mary starfaði en Fred West var tíður gestur þar. Heimili West-hjónanna var rifið eftir að upp komst um ódæðisverk þeirra.

Fred West framdi sjálfsvíg í fangelsi 1995 en þá beið hann eftir að mál hans kæmi fyrir dóm. Rosemary afplánar nú lífstíðardóm fyrir aðild að morðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”