fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Megnið af samsæriskenningum bóluefnaandstæðinga kemur frá 12 aðilum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 06:02

Samsæriskenningasmiðir og andstæðingar bóluefnis fara mikinn gegn bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bólusetningar gegn kórónuveirunni eru áhrifamesta leiðin til að bjarga mannslífum í yfirstandandi heimsfaraldri. Samt sem áður hika margir við að láta bólusetja sig og það veldur ákveðnum vandræðum við að ná hjarðónæmi. Það er því mjög mikilvægt að átta sig á hvaðan sá áróður, sem er beint gegn bóluefnum og bólusetningum, berst.

Þetta kemur fram í umfjöllun ScienceAlert um málið. Fram kemur að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá megi rekja stóran hluta þessa vandamál til lítils hóps. Rannsakendur komust að því að meirihluti þeirra samsæriskenninga um bóluefni og bólusetningar, sem grassera á Internetinu, séu komnar frá 12 aðilum og samtökum þeirra. Þetta eru fólk og samtök sem eru áberandi í andstöðu sinni við bólusetningar. Þessir 12 aðilar og samtök þeirra standa á bak við 65% rangs og misvísandi áróðurs gegn bólusetningum sem er dreift á Facebook og Twitter.

Þessi niðurstaða fékkst með greiningu á um 812.000 færslum á Facebook og Twitter á tímabilinu 1. febrúar til 16. mars á þessu ári. Það voru Center for Countering Digital Hate (CCDH) og Anti-Vax Watch sem létu gera rannsóknina.

„Samkvæmt nýrri skýrslu okkar ná andstæðingar bóluefna til rúmlega 59 milljóna fylgjenda sinna á FacebookYouTubeInstagram og Twitter. Þetta gerir þessa samfélagsmiðla stærstu miðlana fyrir andstæðinga bólusetninga,“ segir Imran Ahmed, stjórnarformaður CCDH. Hann segir jafnframt að fólkið á bak við þetta hafi ekki viðeigandi læknisfræðilega menntun og misnoti samfélagsmiðla til að dreifa röngum upplýsingum um alvarleika heimsfaraldursins og dreifa röngum og misvísandi upplýsingum um bóluefni.

Tólfmenningarnir og samtök þeirra eru:Joseph MercolaRobert F. Kennedy Jr., Ty og Charlene Bollinger, Sherri TenpennyRizza Islam, Rashig Buttar, Erin ElizabethSaye JiKelly BroganChristiane Northrup, Ben Tapper og Kevin Jenkins.

Robert F. Kennedy Jr er einarður andstæðingur bólusetninga. Mynd:Getty

Rannsakendurnir segja að þetta fólk sé með mikinn fjölda fylgjenda og sendi frá sér mikið magn áróðurs gegn bóluefnum. Margir þeirra sem deila áróðri þessara aðila gegn bóluefnum á samfélagsmiðlum fylgja þeim ekki endilega en samt sem áður nær áróðurinn til þeirra.

Áhrif tólfmenninganna eru mismikil eftir samfélagsmiðlum. Á Twitter standa þeir á bak við um 17% alls áróðurs gegn bóluefnum en á Facebook er hlutfallið 73% eftir því sem segir í rannsókninni að sögn ScienceAlert.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í mars til að reyna að ýta við stjórnendum samfélagsmiðla um að grípa til aðgerða gegn þessum áhrifamiklu tólfmenningum sem dreifa áróðri og lygum um bóluefni en það getur kostað mannslíf þegar upp er staðið.

Sitja þessir og semja samsæriskenningar um bóluefni gegn kórónuveirunni?

Þrátt fyrir að mikill pólitískur þrýstingur hafi verið á stjórnendur samfélagsmiðla í kjölfar birtingar rannsóknarinnar voru 10 af einstaklingunum enn virkir á Facebook og Twitter þann 25. apríl og 9 voru virkir á Instagram.  Síðan þá er búið að loka á fleiri en aðrir hafa fengið að vera í friði og hafa getað haldið áfram að dreifa áróðri og lygum.

Rannsakendur segja að það séu hættuleg mistök hjá stjórnendum samfélagsmiðla að grípa ekki til aðgerða gegn þessu fólki og dreifingu áróðurs þeirra. Margir stýri samtökum sem séu vel skipulögð og séu rekin í hagnaðarskyni.

„Höfuðpaurarnir í „andbólusetningariðnaðinum“ eru samtengdur hópur atvinnumanna í áróðri. Þetta fólk rekur margra milljóna dollara samtök, aðallega í Bandaríkjunum, með allt að 60 starfsmenn hvert. Þeir sjá aðgerðasinnum fyrir æfingaaðstöðu, sníða áróður sinn að ólíkum markhópum og skipuleggja fundi og ráðstefnur eins og hver annar iðnaður,“ skrifaði Ahmed i grein í Nature Medicine fyrr á árinu.

Hér er hægt að lesa nýlega umfjöllun DV um Robert F. Kennedy Jr.

Svarti sauður Kennedyfjölskyldunnar – Við elskum Robert en hann tekur þátt í banvænni herferð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“