fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Danska ríkisstjórnin ætlar að flytja konur og börn heim úr flóttamannabúðum í Sýrlandi – „Auðvirðilegt“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 06:59

Lítið barn sést bak við girðingu í flóttamannabúðum. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi tilkynnti danska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn jafnaðarmanna, að hún ætli að flytja 19 börn, sem tengjast Danmörku, heim úr flóttamannabúðum í Sýrlandi og einnig 3 konur, sem eru mæður 14 barna. Konurnar verða síðan sóttar til saka í Danmörku fyrir þátttöku sína í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi aðild að hryðjuverkasamtökum. Hægriflokkarnir eru vægast sagt brjálaðir vegna málsins og hafa krafist fundar með Mette Frederiksen, forsætisráðherra, í dag vegna málsins.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er algjör stefnubreyting en hún hafði margoft lýst því yfir að útilokað væri að mæðurnar fengju að koma aftur til Danmerkur en hafði ekki útilokað að börnin fengju að koma ein síns liðs. Þessa stefnubreytingu skýrir ríkisstjórnin með að sérfræðinganefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé meiri ógn við öryggi Danmerkur að láta konurnar dvelja áfram í Sýrlandi en að taka þær heim til Danmerkur.

Þessi stefnubreyting fer ekki vel í hægriflokkanna sem eru brjálaðir vegna málsins. „Okkur finnst þetta ekki lagi. Manni gæti dottið í hug að stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar hafi þrýst á hana um að breyta stefnu sinni. Af þeim sökum sé þessi dramatíska kúvending tilkomin,“ sagði Morten Dahlin, talsmaður Venstre, í samtali við TV2. Hann sagði jafnframt að það sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að vígamenn verði fluttir til Danmerkur.

Peter Skaarup, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sagðist vera á móti því að konurnar þrjár verði fluttar til Danmerkur. „Þetta er algjör kúvending hjá forsætisráðherranum í málefnum útlendinga. En það mátti búast við þessu þar sem jafnaðarmenn eru háðir öfgavinstriflokkum,“ sagði hann á Twitter í gær. Þar á hann við að SF, Enhedslisten og Radikale Venstre hafa þrýst mjög á ríkisstjórnina um að sækja konurnar og börn þeirra til Sýrlands en flokkarnir verja minnihlutastjórn jafnaðarmanna vantrausti.

Pernille Vermund, formaður Nye Borgerlige, sem er sá flokkur sem er lengst til hægri í litrófi danskra stjórnmála, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagði ákvörðunina „auðvirðilega og skammarlega“. „Mette Frederiksen setur meirihlutastuðning við ríkisstjórn sína ofar öryggi Dana. Það er ekki forsætisráðherra sæmandi að hegða sér svona auðvirðilega. Ég hafði vonast til að danskur forsætisráðherra myndi setja Dani í fyrsta sæti en ekki sjálfan sig,“ skrifaði hún.

Konservative, Íhaldsflokkurinn, segist styðja að börnin verði flutt til Danmerkur en ekki mæðurnar. Hjá Enhedslisten, SF og Radikale Venstre var ákvörðun ríkisstjórnarinnar fagnað.

Konurnar þrjár eiga samtals 14 börn. Að auki munu dönsk yfirvöld bjóðast til að flytja 5 börn þriggja annarra kvenna til Danmerkur. Þær hafa allar verið sviptar dönskum ríkisborgararétti en börn þeirra eru danskir ríkisborgarar. Það veltur því á mæðrum þeirra hvort þau fái að fara til Danmerkur.

Hvað varðar konurnar þrjár sem fá að koma til Danmerkur þá verða þær handteknar við komuna og síðan væntanlega ákærðar fyrir þátttöku í stríðinu í Sýrlandi, stríðsglæpi og aðild að hryðjuverkasamtökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga