fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Segja að Svíar hefðu getað bjargað þúsundum mannslífa með réttum viðbrögðum við heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef sænsk yfirvöld hefðu brugðist skjótt við og gripið til harðra sóttvarnaráðstafana, með tilheyrandi lokunum á samfélagsstarfsemi, í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefði verið hægt að bjarga þúsundum mannslífa án þess að efnahagslegar afleiðingar hefðu orðið mjög miklar.

Þetta segja þýskir hagfræðingar að sögn The Times. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að hægt hefði verið að bjarga 2.000 mannslífum ef gripið hefði verið til harðra sóttvarnaaðgerða í upphafi fyrstu bylgju faraldursins. The Times segir að þetta svari til þess að hægt hefði verið að fækka dauðsföllum um tæplega 40% í fyrstu bylgju faraldursins en tæplega 6.000 Svíar létust af völdum COVID-19 frá mars og fram í ágúst 2020. Á þeim tíma var dánartíðnin sú hæsta í Evrópu miðað við hlutfall látinna af íbúum.

Þýsku hagfræðingarnir, sem starfa við Frankfurt School of Finance and Management, reiknuðu út áhrif sóttvarnaaðgerða út frá smittölum í öðrum Evrópuríkjum, sem eru samanburðarhæf hvað varðar fyrri faraldra, lýðfræði og dreifingu íbúa um landið. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu PLOS one. Meðal samanburðarlandanna voru Danmörk, Noregur, Finnland og Holland.

Út frá gögnum samanburðarlandanna reiknuðu hagfræðingarnir út hvernig fyrsta bylgja faraldursins hefði þróast í Svíþjóð, tölfræðilega séð, ef gripið hefði verið til harðra níu vikna sóttvarnaaðgerða strax um miðjan mars á síðasta ári. Niðurstaðan er að með því hefði verið hægt að koma í veg fyrir 75% smita og 38% dauðsfalla og það án mikilla efnahagslegra afleiðinga.

„Lokun samfélagsins í fyrstu bylgjunni hefði getað dregið mikið úr fjölda smitaðra og látinna,“ hefur The Times eftir Gernot Müller, einum höfunda rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift