Það eru Zentropa, Danska ríkisútvarpið og Nordic Entertainment Group, sem á Viaplay, sem framleiða þættina. Þessi þriðja og síðasta lota þáttanna heitir „Riget Exodus“ og er sögusviðið sem fyrr Ríkissjúkrahúsið. Meðal leikara verða Ghita Nørby, Søren Pilmark og Peter Mygind en þau léku öll í gömlu þáttunum. Að auki verða nýir leikarar með að þessu sinni.
Þættirnir verða sýndir á Viaplay og hjá Danska ríkisútvarpinu á næsta ári og gömlu þættirnir verða einnig aðgengilegir hjá Viaplay og Danska ríkisútvarpinu.
Von Trier hefur lengi stefnt að því að ljúka þáttaröðinni en hugmyndir þar um voru lagðar á hilluna eftir að Kirsten Rolffes, sem lék eitt aðalhlutverkanna, lést árið 2000.