fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Pressan

Varar við nýjum ofurafbrigðum kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 06:00

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan ríku löndin eru að bólusetja börn og unglinga er eldra fólk í Afríku og fólk í viðkvæmum hópum látið afskipt. Þetta getur valdið mikilli hættu fyrir alla heimsbyggðina þegar fram í sækir. Ástandið á Indlandi getur haft mikil áhrif í Afríku en nú er staðan svo slæm á Indlandi að landið getur ekki lengur sent bóluefni til Kenía.

Þetta kemur fram í umfjöllun CNN. Fram kemur að útflutningur á bóluefnum gegn kórónuveirunni til Kenía fari fram í gegnum hina alþjóðlegu COVAX-áætlun. Það er áætlun sem miðar að því að koma bóluefnum gegn kórónuveirunni til fátækra ríkja. Kenía er algjörlega háð þessari áætlun í baráttunni við faraldurinn. En nú fær landið ekki lengur skammta af Covidshield, sem er umframframleiðsla á bóluefni AstraZeneca, sem er framleitt á Indlandi.

Samkvæmt tölum frá Our World in Data er búið að bólusetja tæplega tvö prósent af íbúum Kenía með einum skammti af bóluefninu. Þetta er hærra hlutfall en í öðrum Afríkuríkjum.

Dr. Ahmed Kalebi, einn fremsti vísindamaður Kenía á heilbrigðissviðinu og meðstofnandi LancetGroup Laboratories, segir að ríku löndin verði að endurskoða bólusetningaáætlanir sínar. Þar er hann aðallega með bólusetningar á hópum sem eru í lítilli áhættu, þar á meðal eru börn og ungmenni, í huga. „Það er ekki forsvaranlegt að bólusetja unglinga á meðan viðkvæmari þjóðfélagshópar fá ekki aðgang að bóluefnum. Þessi staða býr til kjörskilyrði fyrir þróun nýrra ofurafbrigða kórónuveirunnar. Enginn er öruggur fyrr en við höfum bólusett alla,“ sagði hann.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur gagnrýnt ríku löndin fyrir að einblína á eigin vandamál á sama tíma og þau láta vandamál fátækju ríkjanna sig litlu skipta. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, sagði nýlega að skipting bóluefnanna á milli ríku landanna og þeirra sem eru ekki svo stöndug sé þannig að síðarnefndu löndin fái ekki einu sinni nægilegt bóluefni til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk.

Rannsókn bandarískra, breskra, sænskra og suðurafrískra vísindamanna frá í mars sýnir að mikil hætta er á að kórónuveiran lagi sig að vaxandi ónæmi meðal fólks um allan heim og þrói með sér ný og hættuleg afbrigði, ofurafbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki