fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Sögulegur áfangi Kínverja í geimnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 22:30

Svona lítur Mars út. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt laugardags lenti kínverska geimfarið Tianwen-1 á Mars. Með í för er 240 kílóa bíll, Zhurong, sem á meðal annars að leita að ummerkjum um líf á plánetunni næstu þrjá mánuðina. Lendingin gekk vel og náðu Kínverjar því sögulegum áfanga en þeir urðu þriðja þjóðin sem hefur tekist að lenda heilu og höldnu á Mars. Áður höfðu Bandaríkjamenn og Sovétmenn lent þar.

Geimfarið fór á braut um Mars um miðjan febrúar eftir um sex mánaða ferð frá jörðinni. Frá upphafi var stefnt á lendingu eftir nokkra mánuði á sporbraut um Mars. Þetta er fyrsta geimferð Kínverja til Mars.

Kínverjar láta sífellt meira að sér kveða í geimnum og telja geimferðaáætlun sína gefa þeim tækifæri til að komast í hóp leiðandi þjóða á sviði geimferða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester