fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Kínverjar loka fyrir aðgang fjallgöngumanna að Everest

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 07:40

Everestfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir aðgang fjallgöngumanna að Mount Everest, hæsta fjalli heims, það sem eftir lifir fjallgöngutímabilsins. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Samkvæmt frétt Xinhua ríkisfréttastofunnar hefur leyfi eina fyrirtækisins, sem má skipuleggja ferðir upp á fjallið frá Tíbet, verið afturkallað að sinni.

Afturköllunin er sögð vera til að koma í veg fyrir „innflutning á kórónuveirunni“. 21 Kínverji hafði fengið leyfi til að klífa fjallið að þessu sinni en þeir verða nú að bíta í það súra epli að fá ekki að fara upp á fjallið.

Fyrir rúmri viku skýrðu kínverskir ríkisfjölmiðlar frá því að stefnt væri að því að koma upp einhverskonar „aðskilnaðarlínu“ á toppi fjallsins til að koma í veg fyrir að fjallgöngumenn, sem koma frá Nepal, og þeir sem koma frá Tíbet gætu hist á toppnum. Þetta átti að gera til að koma í veg fyrir að kórónuveiran smitaðist á milli fólks á toppi fjallsins.

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið í Nepal að undanförnu og hafa rúmlega 8.000 smit greinst á sólarhring að undanförnu. Þetta hefur orðið til þess að sum fyrirtæki, sem skipuleggja ferðir upp á topp Everest, hafa hætt við þær.

Smit hafa einnig komið upp í grunnbúðunum við fjallið og ríkir mikil óvissa um framhald fjallgöngutímabilsins. 400 fjallgöngumenn hafa fengið leyfi yfirvalda í Nepal til að ganga á fjallið að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut