fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fundu tíu lík á heimili fyrrverandi lögreglumanns í El Salvador

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 07:00

Hugo Ernesto Osorio eftir handtökuna. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku var fyrrverandi lögreglumaður, Hugo Ernesto Osorio, í El Salvador handtekinn vegna gruns um að hann hefði myrt tvær konur. Nágrannar hans höfðu heyrt konu hrópa á hjálp og kölluðu lögreglu á vettvang að sögn saksóknara.

Á heimili Osorio fundu lögreglumenn lík 57 ára konu og 26 ára dóttur hennar liggjandi í blóðpolli. Ummerki benda til að þær hafi verið beittar kynferðislegu ofbeldi áður en þær voru myrtar.

Við frekari leit á heimilinu og í garðinum við húsið fann lögreglan lík sjö ára stúlku og tveggja drengja, tveggja og níu ára, sem voru grafin í garðinum. Að auki fundust lík fimm fullorðinna. Talið er að sum líkin hafi verið grafin niður fyrir tveimur árum.

Að minnsta kosti 25 manns er saknað á því svæði sem Osorio býr á. Hann var rekinn úr lögreglunni 2005 vegna kynferðislegrar áreitni. Hann hefur síðan afplánað fimm ára fangelsisdóm.

Gustavo Villatoro, öryggismálaráðherra El Salvador, segir að Osorio glími við geðræn vandamál og að hann hafi drepið fólk fyrir aðra. Tíu grunaðir samverkamenn hans hafa einnig verið handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin