Átta af steingervingunum eru á milli 50.000 og 68.000 ára gamlir en sá elsti er 90.000 til 100.000 ára.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að áður hafi tveir steingervingar Neanderdalsmanna fundist í hellinum og því hafi nú 11 fundist í heildina. „Þetta staðfestir að þetta er einn mikilvægasti staður heims hvað varðar sögu Neanderdalsmanna,“ segir í tilkynningunni.
Talið er að allir níu Neanderdalsmennirnir, sem fundust núna, hafi verið fullorðnir. Ekki er þó hægt að útiloka að einn þeirra hafi verið ungmenni.
Guattarihellirinn er í San Felice Circeo á milli Rómar og Napólí.
Vitað er að Neanderdalsmenn voru upp á sama tíma og nútímamaðurinn og að tegundirnar blönduðust. Erfðaefni úr Neanderdalsmönnum er að finna í okkur nútímamönnum en þó ekki í miklu magni.