Samkvæmt frétt News4Jax tóku margir sjálfboðaliðar þátt í leitinni að Tristyn á sunnudaginn. Einn þeirra fann lík í skóglendi um kvöldið. Það var lík Tristyn. Lögreglan hefur skýrt frá því að líkið hafi ekki verið að fullu klætt. Í vikunni var skýrt frá því að Tristyn hefði verið stungin mörgum sinnum með hníf og að það hefði orðið henni að bana.
Grunur lögreglunnar beindist strax að Aiden Fucci, 14 ára, og var hann handtekinn á sunnudagskvöldið. Þegar búið var að setja hann inn í lögreglubílinn tók hann sjálfsmynd og sendi vinum sínum á Snapchat til að segja þeim að búið væri að handtaka hann. Hann skrifaði: „Hæ allir, hefur einhver séð Tristyn nýlega?“ Myndin vakti mikla athygli og hneykslun meðal fólks. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um hvernig standi á því að Aiden fékk að vera með símann sinn eftir að hann var handtekinn.
Tristyn og Aiden gengu í sama skóla og ólust upp í sama hverfinu. Mikil sorg hvílir nú yfir bænum vegna málsins.
https://www.facebook.com/StJohnsSheriffOffice/posts/4243485459008497