fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Segja að tölvuþrjótar hafi fengið greitt lausnargjald frá Colonial Pipeline

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 07:00

Víða var ekkert eldsneyti að hafa þegar þrjótarnir lömuðu dreifingu Colonial Pipelina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árás tölvuþrjóta á tölvukerfi olíuleiðslu Colonial Pipeline í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins varð til þess að flutningur á eldsneyti stöðvaðist og bensínskortur varð víða í Bandaríkjunum. Nú er aftur byrjað að flytja eldsneyti um leiðsluna, sem flytur um 45% af öllu eldsneyti á austurströnd Bandaríkjanna, eftir að tölvuþrjótarnir fengu „lausnargjald“ greitt.

Samkvæmt frétt Bloomberg þá greiddi fyrirtækið tölvuþrjótunum 5 milljónir dollara fyrir að fá aftur stjórn á leiðslunni. Þeir höfðu lokað henni og kröfðust greiðslu fyrir að opna aftur fyrir eldsneytisstreymi um hana. Þetta tókst þeim með því að lauma spilliforriti inn í tölvukerfi fyrirtækisins. Leiðslan eða net lagna teygir sig frá Texas til New Jersey.

Margir óttuðust að bensínskortur væri yfirvofandi og því hækkaði verð á bensíni mikið og fólk hamstraði bensín. Margar bensínstöðvar urðu uppiskroppa með bensín eða allt að 60% þeirra. Fólk beið klukkustundum saman í röð eftir að komast að bensíndælum.

Alríkislögreglan FBI segir að hópur, sem nefnist Darkside, hafi staðið á bak við árásina. Öryggissérfræðingar á Vesturlöndum segja að um hóp glæpamanna sé að ræða og hafa þeir verið tengdir við Rússland. Joe Biden, forseti, sagði í vikunni að ekki hefðu fundist beinar sannanir fyrir að Rússar hafi staðið á bak við árásina en hann sagði að vísbendingar væru um að hópurinn tengist Rússlandi.

BBC segir að Darkside hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hópurinn segist „ekki hafa ætlað að valda vandræðum“. „Frá og með deginum í dag munum við skoða öll þau fyrirtæki sem við reynum að ráðast á til að koma í veg fyrir að það hafi samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingu Darkside.

Cnet segir að þrátt fyrir að búið sé að opna leiðslurnar geti liðið nokkur tími þar til eldsneytisflæði verði orðið eðlilegt. Bloomberg segir að Colonial Pipeline hafi greitt þrjótunum um 5 milljónir dollara í lausnargjald. Greiðslan er sögð hafa farið fram eftir flóknum leiðum og að hún hafi verið í rafmynt. Bandarísk yfirvöld eru sögð hafa vitað af þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú