Teymi hugvitsmanna, undir forystu ítalans Marco Donolato, sem starfar í Kaupmannahöfn hefur verið tilnefnt til European Inventor Award 2021 í flokknum rannsóknir. Teymið er tilnefnt fyrir uppfinningu á tæki sem getur greint smitsjúkdóma á borð við COVID-19, beinbrunasótt og aðra sjúkdóma, sem geta verið banvænir, á nokkrum mínútum. Talið er að uppfinningin geti bjargað milljónum mannslífa í fátækustu ríkjum heims. Ekki skemmir fyrir að tækið er hræódýrt en það kostar sem svarar til um 50 íslenskra króna.
Um er að ræða tæki sem notar geislalesara, svipað þeim sem eru í Blu–ray spilurum, sem með lasergeisla til að „sjá“ í gegnum blóðdropa og bera kennsl á mótefnisvaka eða mótefni gegn veirum á borð við beinabrunasótt, zikaveiru og fleiri. Greiningin tekur innan við 15 mínútur.
Í maí kemur ný og bætt útgáfa af tækinu á markað en með henni er einnig hægt að greina mótefni gegn COVID-19 og tekur það tækið sex mínútur að greina hvort mótefni gegn COVID-19 er í blóðinu.