Ástæðan fyrir þessu er að neysluvatni er dælt úr jarðveginum undir borginni og ekkert kemur í staðinn fyrir það og því sekkur borgin. ScienceAlert skýrir frá þessu.
Með því að rannsaka gögn um borgina frá síðustu 115 og GPS-mælingar síðustu 24 árin hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að stöðva þessa þróun.
„Jafnvel þótt það takist að hækka vatnsborðið er engin von til þess að hægt sé að endurgera stærsta hluta þess jarðvegs sem hefur tapast og tapaðs geymslurýmis fyrir vatn,“ segja vísindamennirnir að baki rannsókninni að sögn ScienceAlert. Rannsókn þeirra hefur verið birt í JGR Solid Earth.
Þeir telja að leirlögin undir borginni muni þrýstast saman um 30% og að það gerist á næstu 150 árum. En þrátt fyrir að þetta sé langur tími er ekkert hægt að gera til að stöðva þessa þróun. Í dag hafa efstu lögin þrýsts saman um 17%. Þetta eykur hættuna á að skolplagnir bresti og mengun því tengdu. Þetta gæti eitrað vatn borgarbúa ef allt fer á versta veg en um 21 milljón býr í borginni.