fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Mexíkóborg sekkur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 18:00

Frá Mexíkóborg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá upphafi síðustu aldar hefur verið vitað að Mexíkóborg sekkur í jörðina. Þá nam þetta að meðaltali 8 sm á ári en 1958 hafði heldur bætt í og sökk borgin um 29 sm á ári.

Ástæðan fyrir þessu er að neysluvatni er dælt úr jarðveginum undir borginni og ekkert kemur í staðinn fyrir það og því sekkur borgin. ScienceAlert skýrir frá þessu.

Með því að rannsaka gögn um borgina frá síðustu 115 og GPS-mælingar síðustu 24 árin hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að stöðva þessa þróun.

„Jafnvel þótt það takist að hækka vatnsborðið er engin von til þess að hægt sé að endurgera stærsta hluta þess jarðvegs sem hefur tapast og tapaðs geymslurýmis fyrir vatn,“ segja vísindamennirnir að baki rannsókninni að sögn ScienceAlert. Rannsókn þeirra hefur verið birt í JGR Solid Earth.

Þeir telja að leirlögin undir borginni muni þrýstast saman um 30% og að það gerist á næstu 150 árum. En þrátt fyrir að þetta sé langur tími er ekkert hægt að gera til að stöðva þessa þróun. Í dag hafa efstu lögin þrýsts saman um 17%. Þetta eykur hættuna á að skolplagnir bresti og mengun því tengdu. Þetta gæti eitrað vatn borgarbúa ef allt fer á versta veg en um 21 milljón býr í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki