Á síðasta ári létust tveir ástralskir sprengjusérfræðingar þegar þeir voru við störf á eyjunum. Á sunnudaginn lést Hilly þegar sprengja sprakk og þrír særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu en sá þriðji er lítið meiddur.
Talsmaður lögreglunnar sagði að sprengjan hafi sprungið þegar fjáröflunarsamkoma stóð yfir í höfuðborginni Honiara. Hópur fólks ákvað að kveikja eld til að elda mat yfir á meðan á samkomunni stóð. Fólkið vissi ekki að undir bálkestinum var bandarísk sprengja síðan úr síðari heimsstyrjöldinni. Hún sprakk síðan með fyrrgreindum afleiðingum. Sky News skýrir frá þessu.