Í endurfundaþættinum koma allir sex Vinirnir fram auk góðra gesta. Upphaflega átti að taka þáttinn upp á síðasta ári en það varð að fresta því vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En nýlega var öllum hóað saman og þátturinn tekinn upp. Ekkert handrit var til staðar og verður því spennandi að sjá hvernig til tókst.
Í stiklunni sjást Vinirnir ganga saman á meðan einkennislag þáttanna, I‘ll Be There For You, er leikið. Spurningin er hvort stiklan veki upp spennu meðal aðdáenda þáttanna eða valdi vonbrigðum því stiklan sýnir í raun ekkert af innihaldi þáttarins.
HBO Max segir að 15 gestir komi fram í þættinum. Þeirra á meðal eru Tom Selleck, sem lék Richard, og Maggie Wheeler, sem lék Janice. Auk þeirra koma Justin Bieber, Lady Gaga og K-popp sveitin BTS fram í þættinum. David Beckham, Kit Harington, sem leikur í Game of Thrones, og Malala Yousafzai, handhafi Friðarverðlauna Nóbels, koma einnig fram í honum.
Þættirnir um Vinina voru líklega vinsælustu sjónvarpsþættirnir á tíunda áratugnum og hafa endurnýjað vinsældir sínar með tilkomu efnisveita þar sem þeir eru meðal vinsælasta efnisins.
https://www.instagram.com/p/CO0iEjUDnac/?utm_source=ig_web_copy_link
https://www.instagram.com/p/CO0iEjUDnac/?utm_source=ig_web_copy_link