fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

HBO birtir stiklu fyrir nýja Vinaþáttinn – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 06:15

Vinirnir mæta aftur á skjáinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friends: The Reunion er þáttur sem margir aðdáendur þáttanna um Vini (Friends) hafa beðið eftir með óþreyju. Þátturinn var tekinn upp í Los Angeles fyrir nokkrum vikum og var notast við sömu leikmyndir og voru notaðar við gerð þáttaraðarinnar fyrir ansi mörgum árum síðan en síðasti þátturinn var tekinn upp 2004. HBO, sem framleiðir nýja þáttinn, hefur nú birt stiklu úr honum og tilkynnt að hann verði sýndur 27. maí.

Í endurfundaþættinum koma allir sex Vinirnir fram auk góðra gesta. Upphaflega átti að taka þáttinn upp á síðasta ári en það varð að fresta því vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En nýlega var öllum hóað saman og þátturinn tekinn upp. Ekkert handrit var til staðar og verður því spennandi að sjá hvernig til tókst.

Í stiklunni sjást Vinirnir ganga saman á meðan einkennislag þáttanna, I‘ll Be There For You, er leikið. Spurningin er hvort stiklan veki upp spennu meðal aðdáenda þáttanna eða valdi vonbrigðum því stiklan sýnir í raun ekkert af innihaldi þáttarins.

HBO Max segir að 15 gestir komi fram í þættinum. Þeirra á meðal eru Tom Selleck, sem lék Richard, og Maggie Wheeler, sem lék Janice. Auk þeirra koma Justin Bieber, Lady Gaga og K-popp sveitin BTS fram í þættinum. David Beckham, Kit Harington, sem leikur í Game of Thrones, og Malala Yousafzai, handhafi Friðarverðlauna Nóbels, koma einnig fram í honum.

Þættirnir um Vinina voru líklega vinsælustu sjónvarpsþættirnir á tíunda áratugnum og hafa endurnýjað vinsældir sínar með tilkomu efnisveita þar sem þeir eru meðal vinsælasta efnisins.

https://www.instagram.com/p/CO0iEjUDnac/?utm_source=ig_web_copy_link

https://www.instagram.com/p/CO0iEjUDnac/?utm_source=ig_web_copy_link

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum